Kaldir karlar.

Var að lesa DV og á blaðsíðu 2 og 3 var grein um íslenska athafnamenn og 45 milljarða sem þeir sugu út úr banka og sjóðakerfinu og breyttu í gjaldeyri sem fluttur var erlendis. Heppilegur tími þar sem innvígðir vissu að krónan myndi falla innan einhverra mánaða. Ekki veit ég hvort fjárvöndullinn skilar sér aftur til þjóðarinnar. Enn og aftur, orðs er vant.

Úr kafi.

Stöku drellir er farinn að leita upp á yfirborðið og svo virðist sem menn fari enn offari. Við verðum að gera skilanefndum ljóst að þær bera ábyrgð gagnvart okkur og sukk verður ekki liðið. Fregnir af grímulausri einkavina og ættingja tilhliðrun kalla á að viðkomandi verði látnir sæta ábyrg, helst frá stjórnvöldum annars almenningi.

Kristilegu kærleiksblómin.

Samfylkingin í Reykjavík bar þá gæfu um helgina að kjósa vinsælan prest sem einn sinna kandidata í kosningunum í vor. Ég er einn þeirra sem talið hafa að prestar og læknar væru betur komnir við leistann sinn en í pólitík Allt er þó breytingum háð og eftir upplýst sukk og svínarí pólitíkusa að undanförnu segi ég, Guð láti gott á vita.   

Breyttar forsendur.

Hef fengið nokkrar ábendingar um að ég hafi tekið nokkuð djúpt í árinni varðandi andlega smæð útrásarglópanna. Sé það svo kallar það á önnur viðmið í refsirétti og kröfu um landráðadóma án vonar um sakaruppgjöf. Aðstæður þeirra í fangelsi ættu að miðast við aðstæður sjúklinga sem sísta hafa umönnun í kerfinu. Nú dynja hverjar sukkfréttir eftir aðrar á þjóðinni, getur verið að sama glæpagengið undir nýjum nöfnum sé að hasla sér völl?

Útrásarglóparnir.

Því meir sem hallar á þjóðina þessa dagana á ég erfiðara með að trúa að menn hafi einskis svifist í græðginni. Ég tel að vangæfu menntakerfi sé um að kenna þar sem auðnuleysi ráði hverjir komast áfram á brautinni og hverjir ekki.  Skólar sem hafa útskrifað jafn marga glópa og um ræðir eru einskis virði og þjóðhættulegir. Setjum útrásarglópana í endurhæfingu ,svo og þá sem veittu þeim brautargengi.


Sukkjakinn.

Skrifari hefur um nokktu skeið velt fyrir sér gegnsæi starfa skilanefnda bankanna en vangaveltur hafa verið um störf þeirra. Ef eitthvað má marka fjölmiðla fréttir gærdagsins þá er toppur sukkjakans að nálgast yfirborðið. Þó eðli hans sé sama og ísjakans að tæp tíund verði sjáanleg þá má búast við ömurlegum staðreyndum á næstu vikum og mánuðum. Einhver bað Guð að blessa Ísland um árið og ekki veitir af.  Strákarnir okkar náðu jafntefli við milljónaþjóðina Austurríki og sumir eru með böggum hildar vegna þess. Munum að þeir hafa náð stórkostlegum árangri og verið okkur til mikils sóma, sigur á dönum verður kærkominn en ef ekki þá þökkum við frábæran árangur í fjölda ára.

Auga fyrir auga.

Lilja Mósesdóttir sagði í vitali að það gæti tekið fleiri ár að fá störf skilanefnda bankanna upp á borðið. Sama hvert litið er í stjórnsýslunni þá er kunningja kverkatakið svo öflugt að almenningur er bjargalaus. Þingheimur hefur brugðist, og stjórnmálamenn almennt enda kemur vinur eða skólafélagi, jafnvel ættingi í stað hvers sótrafts sem látinn er taka pokann sinn. Þeir sem hafa tækifæri eru að yfirgefa frerann en aðrir munu súpa seyðið. Líklega munu vopn tala áður en yfir líkur, vaxandi reiði er í garð þeirra er rændu  okkur og þeirra sem opnuðu dyr ræningjanna. Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn virðist því miður vera eini möguleiki alþýðunnar.

Vitlaust gefið?

Var að lesa blað frá Öryrkjabandalaginu en þar var rætt um öryrkja sem hafði fengið skertar greiðslur og var ekki með nema um 270 þúsund krónur á mánuði og var því í vandræðum með að komast af. Einhversstaðar er vitlaust gefið, vinkona mín sem er svo lánsöm að geta unnið fulla vinnu  þarf að komast af á 150 þúsund króna launum. Svo lesum við um bankamenn sem eru enn með tug milljóna í laun.

Höfum ekki efni.

Læknar í sérfræðinámi sjá sumir hverjir ekki ástæðu til að snúa heim . Það má benda þeim á ástæðu sem vegur þungt, þeir hafa hlotið frummenntun sína hér á landi og skulda þjóðinni þann stuðning. Athugandi er hvort hægt sé  að halda til haga menntunarkostnaði einstaklinga þar sem við höfum ekki efni á að  langmennta fólk fyrir aðrar þjóðir. Þeir sem ekki koma heim borgi þann kostnað sem þjóðin hefur lagt fyrir þá með hóflegum vöxtum.

Sveigjanleiki.

Ýmsir möguleikar virðast nú vera að opnast í deilunni um Icesave hvort hönd sé á festandi er ekki að vita en auðvitað verðum við að reyna. Streingrímur hefur þótt nokkuð tregur til að líta á málin frá öðrum sjónarhóli en gætum þess að í pólitík og póker er ekki alltaf allt sem sýnist. Nú er mál að allir taki höndum saman, kjaftaskar þagni og heilindi taki við í baráttunni fyrir betri framtíð. 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband