Mál að linni.

Hlustaði á Kastljós í gærkveldi, styrktist enn í þeirri trú að nauðsyn væri að staldra við og hætta leikaraskapnum. Þó ekki litist mér á þegar Jón Gnarr og félagar voru studdir til æðstu valda, voru þeir sigurvegarar kosninganna og kurteisi að taka tillit til vilja fjölda kjósenda sem kölluðu á ný viðhorf,ný vinnubrögð. Nú er komið að Degi og félögum að hætta tilrauninni,  borgarbúar hafa ekki efni á meiri kjánagangi og Samfylkingin enn síður. Síðustu mánuði hafa naglar verið reknir í lokið á kistu Samfylkingarinnar í borginni og nú er gnarrinn farinn að hnykkja endana. Geti Samfylkingarfulltrúarnir ekki starfað með núverandi andstöðu flokkum í borgarstjórn ber henni skylda að láta þeim eftir taumana og verja þá falli. Ástandið sem komið er upp í dag er ekki aðeins til skammar heldur og líka óverjandi. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband