Þjóðinni blæðir.

Líklega eru að verða vatnaskil í stjórnmálum þessa lands. Fjöldinn sem mætti á Austurvöll segir allt sem segja þarf. Stóra spurningin er hvaða völd ríkisstjórnin hefur,bankarnir sem styrktir voru með fjármunum fóksins  þráast við og sækja harkalega í vasa almennings. Slitastjórnir sitja sem fastast og greiða sér svívirðileg laun . Afskriftir til fyrirtækja eru meiri en fólkið í landinu þyrfti til að halda heimilum sínum. Ekki er talað um að allt fari á hvolf  þegar hrunverjar seilast í ríkissjóð . Snillingar stofna dótturfélög sem fá hundruð milljóna afskrifaðar og sum einhverja milljarða meðan móðurfélögin greiða drjúgan arð til eigenda sinna. Fyrir tíma tölvutækninnar hefðu flestir þessara aðila verið settir á Hraunið sem dæmdir ræningjar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband