8.1.2010 | 11:42
Leikþætti fer að ljúka.
Í dag verða samþykkt lög um þjóðaratkvæðagreiðslu og hafinn er undirbúningur að henni. Þeir sem all hátt létu síðustu mánuði og heimtu að Icesave málið yrði lagt í dóm þjóðarinnar virðast nú með böggum hildar.Undarlegt er að sjá flótta þessara snillinga frá því sem þeir börðust svo hatrammlega fyrir á síðustu vikum. Nú bjóða menn samstöðu og samvinnu og vilja alls ekki að þjóðin komi að Icesave samningnum. Snú þjóðin endanlega frá ríkisstjórninni og felli samninginn hlýtur stjórnin að fara frá, að sjálfsögðu gerum við sem stutt höfum hana þær kröfur að hún vinni af meiri heilindum ef illa en núverandi stjórnarandsstaða hefur gert.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.