21.1.2010 | 13:33
Auga fyrir auga.
Lilja Mósesdóttir sagði í vitali að það gæti tekið fleiri ár að fá störf skilanefnda bankanna upp á borðið. Sama hvert litið er í stjórnsýslunni þá er kunningja kverkatakið svo öflugt að almenningur er bjargalaus. Þingheimur hefur brugðist, og stjórnmálamenn almennt enda kemur vinur eða skólafélagi, jafnvel ættingi í stað hvers sótrafts sem látinn er taka pokann sinn. Þeir sem hafa tækifæri eru að yfirgefa frerann en aðrir munu súpa seyðið. Líklega munu vopn tala áður en yfir líkur, vaxandi reiði er í garð þeirra er rændu okkur og þeirra sem opnuðu dyr ræningjanna. Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn virðist því miður vera eini möguleiki alþýðunnar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.