10.2.2010 | 13:40
Það var vitlaust gefið.
Hamast er við að draga útrásarglópa og aðstoðamenn þeirra á þurrt. Almenningur er með drápsklyfjar á bakinu vegna gjörða bankamanna en þar hvítþvær hver annan fyrir 1 milljón plús slatta í viðbót á mánuði. Björgun heimilanna er í skötulíki og nú er farið að selja ofan af fólki. Útrásarglóparnir skulda ekki neitt, það eru almennt eignalítil félög í þeirra eigu sem bera skuldir og ábyrgðir ( auknar klyfjar á almenning þar ). Það er uggur í fólki og heift fer vaxandi. Ríkisstjórnin þarf að höggva í aðra knérunna en gert hefur verið ef forða á upplausn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.