20.3.2010 | 14:24
Setjum bankaræningjana inn.
Nú er komið í ljós að ýmsir eigendur bankanna hafa lagt undir sig tugi milljarða í aðdraganda hrunsins. Fé í gæslu bankanna var ekki einkaeign eigenda, því er um ósvikin bankarán að ræða. Setjum bankaræningjana og vitorðsmenn þeirra sem starfa innan bankanna í gæsluvarðhald , það skiptir litlu hvort notaðar eru tölvur, handverkfæri eða sprengiefni. Fjármunir hverfa úr bankanum þegar glæpamönnum tekst vel upp. Enn og aftur inn með bankaræningjana.
Aðgengi að blogginu er orðið torsótt og hætt við að skrifarar sem lesendur fari að hugsa sér til hreyfings.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þú mátt bóka að enginn verður settur inn engar eignir frystar. Um þetta er þögult samkomulag meðal stjórnmálaflokka og stjórnkerfisins.
Finnur Bárðarson, 20.3.2010 kl. 15:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.