24.6.2010 | 09:11
Gráta svíðingar.
Dómur Hæstaréttar um gengistryggð lán vakti vonir hjá þúsundum og fjöldinn sem hafði velkst um í algjöru svartnætti eygði allt í einu ljósið. Einhverjir hnútar voru í ofboði hnýttir af bankastjórnendum og þeirra taglhnýtingum og nú er hræðsluáróður rekinn. Dómurinn var ekki um eftirgjöf skulda,hann var um skil á illa fengnum fjármunum til réttmætra eigenda. Hvað varðar kjaftæðið um gjaldþrot bankanna segir blogg Marínós G Njálssonar í mbl hér í dag allt sem segja þarf . Mál er að linni ,stjórnvöld verða að gera það sem þarf og höggva á hnútana.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.