14.9.2009 | 11:12
Veitum þeim skjól.
Við erum hnípin og í vanda, sama hvert litið er þá eru ótal vandamál sem bíða úrlausnar, sum krefjast varanlegra úrlausna og fjármuni í samræmi við það, en öðrum má bjarga fyrir horn með skammtíma úrræðum. Ég leyfi mér að kasta fram hugmynd föngum og öðrum misyndismönnum til hressingar. Nýtt fangelsi reist til bráðabirgða í nágrenni Reykjavíkur ( má rífa þegar fram í sækir og reisa annarsstaðar). gæti verið stálgrindahús á tveim hæðum þar sem 9 fm einbýlis klefar yrðu útbúnir fyrir dvalargesti. Útivistasvæði væri innan byggingarinnar og dvalartími í því gæti verið 3 tímar á dag. Föngunum til dægrastyttingar væri hægt að sýna hugljúfar svart/hvítar myndir frá árunum fyrir 1940 og lesefnið væri hinar ágætu bækur Biblían og Kóraninn. Hægt væri að fylgjast með sjónvarpsmessum í beinni um helgar og endursýningu á þeim 2 sinnum á dag á virkum dögum. Stórir skjáir væru að sjálfsögðu fyrir utan klefana og hlyti hver að duga 4-5 íbúum í það minnasta.Í þessu bráðabirgðahúsnæði mætti hýsa alla þá sem nú ganga um göturnar og bíða eftir að dómi sé framfylgt veran í trúarlegu umhverfi getur bara bætt. Auk þess verðum við að líta til náinnar framtíðar, til bankamanna og þeirra sem komu þjóðfélaginu um koll þeir eiga kröfu á að komast inn um leið og dómar falla þó ekki væri nema öryggis þeirra vegna. Það sem helst vinnst með þessu er að menn komast strax inn eftir dóm og hægt er að þyngja refsirammann og þá mun glæpum fækka.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:16 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.