25.9.2009 | 17:54
Er allt lagt undir?
Ágætur vinur minn sem hafði verið tryggur viðskiptavinur SPRON en var færður yfir til Kaupþings eftir hrun þess var með tæplega 500.000 króna yfirdrátt hjá sparisjóðnum. Viðskiptasaga hans fylgdi ekki yfirtökunni og nýtur hann lítillar vildar hjá Kaupþingi. Yfirdráttarheimildi hans var felld niður og sett í innheimtu af bankanum. Þessum sama banka sem hefur afskrifað tugi milljarða króna til vildarvina og starfsmanna. Var svo mikið lagt undir af auðmagninu að nauðsynlegt sé að koma hinum almenna launamanni á kné svo hægt sé að ausa áfram í hít óþurftarmanna? Hverjir líta eftir skilanefndum bankanna og þeirra verkum?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.