Undarlegt er þeirra réttlæti.

Icesave málið virðist nú vera á lokastigi, Jóhanna og Steingrímur segja að lengra verði ekki komist og nú verði að ljúka því. Gott ef það tekst því allt of mikil orka hefur farið í það á þessu ári. Undarlegt að Jóhanna og Steingrímur skuli liggja undir ámælum fyrir að reyna að bjarga því sem bjargað verður en skaðvaldarnir framsókn og sjálfstæðismenn skuli standa á hliðarlínunni og berja sér á brjóst . Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn eru einir ábyrgir fyrir ránsferðinni sem farin var í nafni útrásar, þeir skiptu á milli sín Búnaðarbanka og Landsbanka og opnuðu gáttir aukinna ránsferða . Seðlabankastjóri og fjármálaráðherra fullyrtu að við stæðum við allar okkar skuldbindingar þegar halla fór undan fæti , forsætisráðherra og utanríkisráðherra fóru í leiðangra til að ítreka ábyrgð okkar á skuldbindingum fjármálakefisins.  Nú ganga forystumenn  sjálfstæðisflokks og framsóknarflokks  fram og segja við borgum ekki skuldir okkar en aukin lán frá ykkur sem við rændum eru vel þegin. Er ekki eitthvað að hjá fjölda stjórnmálamanna?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband