Er nokkur von?

Á forsíðu Morgunblaðsins 28 október segir að 17 milljarðar séu líklega glataðir en þeir peningar voru lánaðir hóp manna meðan átök um aðgang að fjárhirslum Glitnis stóðu hæst. Þessi hópur virðist ekki þurfa að borga lánið til baka og þeir sem það veittu ekki að víkja úr sætum. Getur verið að ræningjar með gallaða löggjöf og tölvur að vopni geti farið ránshendi án þess að rönd sé við reist? Getur verið að svo endi að hæglætis og friðsemdarfólk verði neytt til að grípa til vopna fyrr en varir og dæma sjálft óþurftamenn Íslands til refsingar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband