Að standa við sitt.

Jóhann Hauksson var frábær í Silfri Egils, í fáum orðum kom hann því á framfæri sem stjórnarandstæðingar eru búnir að eyða mánuðum í að drepa á dreif. Íslenskir ráðamenn fullyrtu að við stæðum við okkar skuldbindingar í útrásinni Seðlabankastjóri Davíð Oddson ásamt fjármálaráðherra staðfesti ábyrgð ríkisins, sama gerðu Geir og Ingibjörg. Að menn komi nú og segi við borgum ekki en sláum meira fé á  hagstæðari vöxtum hjá þeim sem við svíkjum um borgun sýnist manni að óhamingju Íslands sé orðið allt að vopni .Var ekki nóg að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur kæmu okkur á kné , eigum við að láta þá drekkja okkur endanlega  í mykjuhaugnum? Forráðamenn okkar fullyrtu að íslendingar stæðu við skuldbindingar sínar. Orð skulu standa, án þess minnkar vegur Alþingis enn meir, án þess  er þjóðin ver farin .

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband