7.12.2009 | 13:20
Orðspor.
Orðspor Pólverja hér á landi beið nokkurn hnekk þegar pólskir misindismenn komu í kjölfar sæmdarfólks sem var að festa hér rætur. Litháskir glæpaflokkar hafa gert orðspor þeirra þjóðar að engu hér á landi. Íslenskir fjárglæframenn lemstruðu orpor íslendinga um allan heim og nú eru íslenskir þingmenn sem tilheyra þeim tveim flokkum sem komu íslensku efnahagslífi á kné að ganga endanlega frá því. Lán frá alþjóðasamfélaginu eru vel þegin en endurgreiðsla þeirra orkar tvímælis. Þingmenn telja þingstörf vanmetin af alþýðu, síðustu mánuðir sanna að þau hafa verið stórlega ofmetin, ótrúlegt klúður viðgengst við Austurvöll.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.