Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Leikþætti fer að ljúka.

Í dag verða samþykkt lög um þjóðaratkvæðagreiðslu og hafinn er undirbúningur að henni. Þeir sem all hátt létu síðustu mánuði og heimtu að Icesave málið yrði lagt í dóm þjóðarinnar virðast nú með böggum hildar.Undarlegt er að sjá flótta þessara snillinga frá því sem þeir börðust svo hatrammlega fyrir á síðustu vikum. Nú bjóða menn samstöðu og samvinnu og vilja alls ekki að þjóðin komi að Icesave  samningnum. Snú þjóðin endanlega frá ríkisstjórninni og felli samninginn hlýtur stjórnin að fara frá, að sjálfsögðu gerum við sem stutt höfum hana þær kröfur að hún vinni af meiri heilindum ef illa en núverandi stjórnarandsstaða hefur gert. 

Rugl.

Menn hafa farið hamförum og hvatt Ólaf Ragnar til að samþykkja ekki Icesave samninginn. Sömu aðilar segjast vilja borga það sem okkur ber í þessu skítamáli . Gætum að, Davíð Oddson seðlabankastjóri fór í fylgd Árna fjármálaráðherra og fullyrti að íslendingum væri treystandi. Geir og Ingibjörg fóru líka um lönd og staðfestu að við bærum ábyrgð á okkar skuldbindingum. Fáum mánuðum seinna standa þessir fjórir aðilar uppi sem ómerkingar og íslenska þjóðin þar með rúin öllu trausti. Enn finnast óreiðumenn sem segjast ekki vilja borga enda telja þeir það pólitískt hagstætt. Þjóðin er negld upp við vegg, við verðum að leita hlés, safna vopnum og hefja varnarbaráttu á nýjum velli sá gamli er  ókleyfur. 

Hverjir eru ábyrgir.

Í öllu því lýðskrumi sem fylgt hefur  Icesave umræðunni er farið að gleymast hverjir bera ábyrgðina.  Ábyrgðin er framsóknarmanna og sjálfstæðismanna . Þeir opnuðu á veðsetningu kvótans erlendis (erum á góðri leið með að missa hann) þeir réttu fjárglæframönnum fjöregg þjóðarinnar og enn standa þeir í vegi þess fólks sem er að reyna að bjarga því sem bjargað verður.  

Leysum húsnæðisvanda misyndismanna.

Fyrir utan óbærilegar áhyggjur af baráttu þeirra sem minnst mega sín og enn kreppir að, hef ég áhyggjur af húsnæðisvanda glæpa og misyndismanna. Fjöldinn sleppur vegna þess að ekki er hægt að koma þeim bak við lás og slá. Mál er því  að linni ,við höfum vinnufúsar hendur skráðar á atvinnuleysisskrá með margþætta verkþekkingu og við getum veitt þeim vinnu. Einfalt, ódýrt, þægindalítið  bráðabirgðahúsnæði með rými fyrir allt að 1000  glæpamenn  myndi þurrka út biðlista og koma mönnum til arðbærra starfa í þágu þjóðfélagsins að afplánun lokinni.   

Orðspor.

Orðspor Pólverja hér á landi beið nokkurn hnekk þegar pólskir misindismenn komu í kjölfar sæmdarfólks sem var að festa hér rætur. Litháskir glæpaflokkar hafa gert orðspor þeirra þjóðar að engu hér á landi. Íslenskir fjárglæframenn lemstruðu orpor íslendinga um allan heim og nú eru íslenskir þingmenn sem tilheyra þeim tveim flokkum sem komu íslensku efnahagslífi á kné að ganga endanlega frá því. Lán frá alþjóðasamfélaginu eru vel þegin en endurgreiðsla þeirra orkar tvímælis. Þingmenn telja þingstörf vanmetin af alþýðu, síðustu mánuðir sanna að þau hafa verið stórlega ofmetin, ótrúlegt klúður viðgengst við Austurvöll.


Að standa við sitt.

Jóhann Hauksson var frábær í Silfri Egils, í fáum orðum kom hann því á framfæri sem stjórnarandstæðingar eru búnir að eyða mánuðum í að drepa á dreif. Íslenskir ráðamenn fullyrtu að við stæðum við okkar skuldbindingar í útrásinni Seðlabankastjóri Davíð Oddson ásamt fjármálaráðherra staðfesti ábyrgð ríkisins, sama gerðu Geir og Ingibjörg. Að menn komi nú og segi við borgum ekki en sláum meira fé á  hagstæðari vöxtum hjá þeim sem við svíkjum um borgun sýnist manni að óhamingju Íslands sé orðið allt að vopni .Var ekki nóg að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur kæmu okkur á kné , eigum við að láta þá drekkja okkur endanlega  í mykjuhaugnum? Forráðamenn okkar fullyrtu að íslendingar stæðu við skuldbindingar sínar. Orð skulu standa, án þess minnkar vegur Alþingis enn meir, án þess  er þjóðin ver farin .

Þrælsekir berja sér á brjóst.

Hef hlustað á alþingismenn um skeið og fylgst með framgangi þeirra og fasi. Maður gæti haldið að sjálfstæðismenn og framsóknarmenn hafi verið utan stjórnar í tugi ára,svo ábúðarmiklir, saklausir og oflætissamir eru þeir að sjá. Til minnis vil ég geta þess að þeir opnuðu á kvótasukkið, þeir rændu íslensku bönkunum frá þjóðinni, þeir slepptu fjárglæframönnum lausum og þeir eiga alla sök á hvernig komið er fyrir þjóðinni í dag. Enn er vegið í sama knérunn enn syrtir í álinnn og meir blæðir þjóðinni. Það þarf annatveggja sterk bein eða glæpsamlega heimsku að veifa logandi kyndli á brunastað og berja á þeim sem reyna að slökkva eldana. 

Gleðimenn og konur.

Ekki var við miklu að búast hjá KSÍ í gær enda sukk málið orðið gamalt. Skyldu þeir halda vatni ef krafa kæmi fram um framlagningu víns og matar reikninga KSÍ síðustu 4 ár ? Gæti verið að þar sé um tugi milljóna að ræða ? Vonandi hafa menn ekkert að fela og segja þjóðinni frá risnu reikningum sínum. Líklegt má telja að aðildafélög KSÍ heimti hreint uppgjör. 

Bankaræningjar ?

Þær fregnir berast að nokkur fjöldi yfirmanna Landsbankans ætli sér allháar bónusgreiðslur svona í lokin. Bónus og kaupaukar ýmsir hafa til þessa verið í hugum fólks sem umbun vegna góðs árangurs einstaklings eða einstaklinga. Þegar menn standa á rústum bankans sem þeir unnu hjá og heimta bónus þá er spurningin hvort þeim var ætlað að ræna og knésetja hann.  Bankarán hátækni eða handafls eiga að vera refsiverð, er ekki nauðsynlegt að rannsaka verk þessara manna ? Er ekki kominn tími til að setja eitthvað af þessum hvítflibba gaurum inn?

Er einhverjum að treysta?

Skilanefnd kom af fjöllum eftir rúmlega árs yfirlegu þegar 130 milljarða skuld birtist úr tóminu. Má ekki ætla þegar svona upphæðir hafa glastast um langan tíma að auðvelt sé fyrir innabúðamenn að týna einhverjum tugum milljóna sem þeim er nátengdar. Stóra spurningin er hvort fólkið í landinu sé varnarlaust gagnvart ræningjahópum innan sem utan fjármálastofnana.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband