Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Firring.

Ómálga börn slá milljónir í bankanum en þar sem þau eru hvorki læs né skrifandi ákveður bankinn að þau þurfi ekki að endurgreiða lánið. Einhver hlýtur að hafa farið með þau í bankann og samþykkt lánið. Viðkomandi hefur líklega tekið við arðinum af fjárfestingunni og er allra hluta vegna ábyrgur. Bankinn getur ekki mismunað viðskiptavinum sínum og þeirra ábyrgðarmönnum og verður því að innheimta barnalánin. Að sjálfsögðu á að reka alla þá starfsmenn sem komu að sóðaskapnum, þeim er ekki treystandi.

Er ekki of mikið að?

Alþjóðaslátturmennirnir komust upp með skuldsetja þjóðina fyrir hundruð milljarða og komu henni á kné ef ekki meir. Nú virðast forráðamenn hinnar knésettu þjóðar ætla að hygla þessum mönnum enn á ný með tugmilljarða ( eða eru það hundruð?) afskiftum í skjóli bankaleyndar. Bankaleynd sem skjól bankarána á ekki rétt á sér, við verðum að gera skilanefndarmenn ábyrga, jafnfram þá ráðamenn sem komu okkur í vandræðin og þá ábyrgðarlausu kjaftaska sem vinna hörðum höndum að því að auka byrði almennings.

Er nokkur von?

Á forsíðu Morgunblaðsins 28 október segir að 17 milljarðar séu líklega glataðir en þeir peningar voru lánaðir hóp manna meðan átök um aðgang að fjárhirslum Glitnis stóðu hæst. Þessi hópur virðist ekki þurfa að borga lánið til baka og þeir sem það veittu ekki að víkja úr sætum. Getur verið að ræningjar með gallaða löggjöf og tölvur að vopni geti farið ránshendi án þess að rönd sé við reist? Getur verið að svo endi að hæglætis og friðsemdarfólk verði neytt til að grípa til vopna fyrr en varir og dæma sjálft óþurftamenn Íslands til refsingar.


Nóg er komið.

Það er skrýtið að fylgjast með fólki sem greiddi leið þeirra sem náðu að setja landið á hliðina og eyðileggja afkomu  þeirra sem minnst hafa. Nú standa þeir sem skiptu bönkunum á milli sín á hliðarlínunni og gera hróp að björgunarsveit þjóðarinnar. Kúlulána furstarnir eru harðir á því að það sé ábyrgðarlaust að greiða til baka það sem þeir fengu lánað enda sé nóg af smálánafólki sem greiðir skuldir sínar hvort sem það hefur getu eður ei. Þingmenn sem opnuðu allar gáttir fyrir þessum glæframönnum eru í stórri sök og geta þakkað ef þeir sleppa við þann hildarleik sem stefnir í. Því miður telja margir að tími sé komin að grípa til róttækra aðgerða.

Kannabisfíkn dauðans alvara?

Hnaut um þessa fullyrðingu í ágætri grein í mogganum í morgun. Fullyrðingin var sterk og ekki spurnartónn að neinu leiti. Þegar við lítum á glæpadýr sem standa að ræktun og framleiðslu hér innanlands sést að þau hafa ekkert að óttast þrátt fyrir alvöruna. Ef þau nást er dómurinn að mestu skilorðsbundinn og því ekki letjandi. Ef við ætlum að hafa efni á að halda uppi löggæslu hér á landi þarf að herða viðurlög og koma glæpadýrunum í geymslu að varðhaldi loknu. Húsnæði í eigu ríkisins á Kjalarnesi er auglýst til leigu þar er rými fyrir fjölda glæpamanna. Gaddavír og grindur eru auðveld í uppsetningu, 15 - 25 kílóa járnkúlur í keðju fljótsmíðaðar ef um ofbeldismenn er að ræða.

Undarlegt er þeirra réttlæti.

Icesave málið virðist nú vera á lokastigi, Jóhanna og Steingrímur segja að lengra verði ekki komist og nú verði að ljúka því. Gott ef það tekst því allt of mikil orka hefur farið í það á þessu ári. Undarlegt að Jóhanna og Steingrímur skuli liggja undir ámælum fyrir að reyna að bjarga því sem bjargað verður en skaðvaldarnir framsókn og sjálfstæðismenn skuli standa á hliðarlínunni og berja sér á brjóst . Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn eru einir ábyrgir fyrir ránsferðinni sem farin var í nafni útrásar, þeir skiptu á milli sín Búnaðarbanka og Landsbanka og opnuðu gáttir aukinna ránsferða . Seðlabankastjóri og fjármálaráðherra fullyrtu að við stæðum við allar okkar skuldbindingar þegar halla fór undan fæti , forsætisráðherra og utanríkisráðherra fóru í leiðangra til að ítreka ábyrgð okkar á skuldbindingum fjármálakefisins.  Nú ganga forystumenn  sjálfstæðisflokks og framsóknarflokks  fram og segja við borgum ekki skuldir okkar en aukin lán frá ykkur sem við rændum eru vel þegin. Er ekki eitthvað að hjá fjölda stjórnmálamanna?

Geymslumálin leyst.

Í hinu ágæta helgarblaði Moggans var húsnæði á Kjalarnesi auglýst til afnota. Glæsileg húsaþyrping nægt rými og auðvelt að breyta í geymslu fyrir glæpamenn. Það eru til peningar til að gera það fangahellt, nú er lag að leysa vandamál og hella sér í ódýrar breytingar og skapa misyndismönnum skjól til afplánunar á næstu vikum. 

Kennum þeim íslensku.

Glæpahópar af erlendu bergi vaða hér uppi og virðist erfitt að senda þá til síns heima þar sem þeir virðast gera það afspyrnugott á klakanum. Ef ekki er hægt að losna við þá vegna undarlegra sjónarmiða eigum við að gera þeim kleyft að kynnast tungumálinu svo þeir geti aðlagast okkur betur. Hvað væri vitlegra en flytja þá á staði, sem ekkert glepur og kenna þeim ylhýra málið sem  gerði þeim kleyft að lesa gullaldar bókmenntir þjóðarinnar og taka lausnarpróf í þeim. Þriggja ára stíft nám ( í það  minnsta ) án truflana gæti án efa bætt þessa ólánsmenn og konur.

Tæknivæddir bankaræningjar.

Á árum áður beittu menn byssum hnífum eða sprengiefni þegar þá vantaði fé til einkaneyslu en þóttu ekki lánshæfir. Næðust þessir menn voru þeir hengdir eða dæmdir í tugi ára til betrunarvistar, ættu þeir vitorðsmenn innan bankanna þá sættu þeir sömu refsingu. Bankaræningjar nútímans ásamt vitorðsmönnum innan viðkomandi banka vaða nú á skítugum skónum í ránsferðum sínum  enda lögtryggðir gegn skakkaföllum.  Tölvuvæddir ræningjarnir fá ábyrgðarlaus og óendurkræf lán upp á hundruð milljóna jafnvel milljarðar úr vösum almennings og lífeyrissjóða, nú verður að breyta til og refsa stórþjófum ekki síður en smáþjófum. Það er skýlaus krafa að nútímavæddir bankaræningjar og aðstoðamenn þeirra innan bankanna verði dregnir fyrir dóm og dæmdir í samræmi við glæpi sína. Þjóðin er á vonarvöl vegna verka þessara misyndismanna.  Gámageymslur, aflagðir skólar eða vinnubúðir upp til heiða eru fyrir hendi handa þessum $$$%%&&/() næstu tugi ára. 


Er sumum sjálfrátt?

Forsætisráðherra Noregs segir lán til íslendinga án velþóknunnar alþjóðasamfélagsins ekki koma til greina. Famsóknarmenn benda okkur á að orð hans komi okkur ekki við, upphæð að vermæti 1000 milljarðar úr olíusjóði norðmanna bíði eftir að komast í íslensku hítina. Bara að biðja og þá verður lánið veitt, neitun ráðamanna í Noregi komi okkur ekki við þingmaður úr systurflokki framsóknar segi þetta vandalaust. Fregnir berast nú um að Icesave málið kosti okkur líklega vel fyrir neðan 100.milljarða ,væri ekki möguleiki á að klára það svo hægt verði að vinna að lausn alvarlegri mála. 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband