Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Eru þeir með heill há ?

Var að hlusta á umræðurnar á þingi stóra spurningin er hvað kusum við yfir okkur? Auðvitað er heimska að gera kröfur til sumra þessara aðila en nú erum við í frjálsu falli  4000 milljarðar  eru í mínus samkvæmt orðum Þórs Saari og menn leyfa sér að vera í sandkassaleik. Þingmenn verða að gera sér grein fyrir að kjaftæði það sem viðgengst í sölum Alþingis og hártoganir  mun einungis verða til þess að fólkið fer aftur út á göturnar og þá er hætt við að búsáhöldin verði skilin eftir heima.

Er von?

Að loknum umræðum frá þingi setti mann hljóðan, og spurningunni hvort einhver vonarglæta sé var ekki svarað. Vísbendingar um betri tíð eru til allra átta, og sá fjöldi hámenntaðra gáfumanna sem rætt er við er almennt á öndverðum meið . Við borgum ekki nýtur vaxandi stuðnings almennings  þrátt fyrir fullyrðingar Davíðs Oddssonar, Geirs, Árna og Ingibjargar í byrjun hrunsins um að ríkið ábygðist innstæður bankanna að ákveðinni upphæð. Ráðamenn bundu hendur okkar og við erum nauðbeygð að standa við gjörðir þeirra, þjóðin með flottustu stelpurnar,lélegustu pólitíkusana , ósvífnustu bankamennina, gráðugustu viðskipta - jöfrana þarf að horfast í augu við veruleikann og borga fyrir óhroðann. Vonin um bætt lífskjör er fjarlæg.


Húsnæðisleysi og fangar í bið.

Enn að veltast með mannréttindabrot á dæmdum afbrotamönnum. Þeir eiga heimtingu á að afplána dóma sína með hraði og losna við langa bið eftir plássi. Eigum við ekki fangageymslu á Keflavíkurvelli sem herinn skildi eftir ? Er ekki laust ónotað rými í fyrrum héraðsskólum um mest allt land? Eru ekki ónotaðar vinnubúðir til á ýmsum stöðum? Væri ekki vit að nýta þessa möguleika, flýta dómsfellingum og koma afbrotamönnum af götunni. Þá væri rými fyrir tæknivæddu ofurræningjana sem þjóðin bíður spennt eftir að sjá bak við lás og slá . Dómar fyrir efnahagsleg hryðjuverk hljóta að nema nokkrum tugum ára án vonar um náðun. 

Er allt lagt undir?

Ágætur vinur minn sem hafði verið tryggur viðskiptavinur SPRON en var færður yfir til Kaupþings eftir hrun þess var með tæplega 500.000 króna yfirdrátt hjá sparisjóðnum. Viðskiptasaga hans fylgdi ekki yfirtökunni og nýtur hann lítillar vildar hjá Kaupþingi. Yfirdráttarheimildi hans  var felld niður og sett í innheimtu af bankanum. Þessum sama banka sem hefur afskrifað tugi milljarða króna til vildarvina og starfsmanna. Var svo mikið lagt undir af auðmagninu að nauðsynlegt sé að koma hinum almenna launamanni á kné svo hægt sé að ausa áfram í hít óþurftarmanna?  Hverjir líta eftir skilanefndum bankanna og þeirra verkum?

Skilanefndir.

Er enn að velta vöngum yfir valdi skila nefndabankanna fyrir mér. Þær virðast geta afskrifað milljarða á milljarða ofan án nokkur eftirlits og umhugsunar. Þær geta líka teygt smá fyrirtæki sem þurfa einhverja tilfærslu á lánagreiðslum út í það óendalega, sem þýðir að hundruð fyrirtækja sem lítið þurftu til að lifa kreppuna af eru við gjaldþrot,  þúsundir starfsmanna að verða atvinnulausir. Er einhver vina og flokksfélaga lykt á ferðinni ? Ber einhver pólitíkus ábyrgð á þessu frelsi.

Upp til fjalla.

Fyrrum forsetaframbjóðandi Baldur Ágústsson skrifar ágæta grein í moggan í morgun og bendir á yfirgefnar vinnubúðir til fjalla sem fangageymslur. Auðvelt mál og hægt að hrinda í framkvæmd á mjög stuttum tíma. Aðbúnaður verkafólks í farandvinnu er að sjálfsögðu föngum sæmandi, tímar eru breyttir hér á landi og við verðum að virða rétt fanga til afplánunar strax að dómi loknum. Erlendir síbrotamenn streyma til landsins í skjóli hægfararéttarkerfis og lúxus aðbúnaðar ef þeir nást. Glæpir borga sig ekki gerum það að áhrínisorðum, að hika er sama og að tapa. Þjóð í sárum hefur ekki efni á að reka 3-4 stjörnu hótel fyrir síbrotafólk.

Hryðjuverkamenn efnahagsmála.

Það er stórt orð hryðjuverkamenn en því miður er það staðreynd að íslenskum aðilum hefur tekist að leggja efnahagskerfi landsins í rúst. Flestir ef ekki allir þeirra bera sig vel og og telja ábyrgðarlaust að greiða skuldir sínar. Lánin voru ekki þeirra heldur félaga sem þeir oft og tíðum stofnuðu til fjárplógsstarfsemi sinnar . Maður verður að játa að snilldin er tær, peningarnir sem þeir slógu runnu í vasa þeirra en þjóðinni er gert að greiða til baka. Við verðum að taka á þessum málum af mikilli festu og dæma þá er hryðjuverkum tengjast í allt að 4 lífstíðadóma og allar eignir þeirra verður að gera upptækar.  Ég er enn að velta fyrir mér störfum skilanefnda hver er ábyrgð þeirra og hvar er gagnsæið, á þessum tímum er erfitt að hlusta á slúður um ótrúlegar eignatilfærslur nokkurra aðila.

Slátturmenn.

Á árum áður voru afburða slátturmenn frægir um allt land og menn kappkostu að fá þá á teig til sín með hvesstan ljá og brýni. Góður slátturmaður var gulls ígildi og mörgum þeirra áttu bændur mikið að þakka þegar afkoma búsins var gerð upp. Nútíma slátturmenn nota tölvur, teigurinn þeirra er veraldarvefurinn og peninga sláttur þeim einum til hagsbóta. Við kennum þeim og ekki að ósekju um fall landsins, skerta afkomu og þá nauðvörn sem við erum komin í. En það er ekki við þá eina að sakast þó farið hafi offari í kúlulánasukkinu. Við vorum með trúnaðarmenn sem áttu að gæta okkar og gátu en brugðust , enginn leit eftir þeim. Nú erum við með starfandi valdamiklar skilanefndir í bönkunum, hversu heilar eru þær í starfi ? Hversu grimmt er krókurinn makaður ? Hversu mörgum hafa þær hyglað ? Hverjir eiga að hafa eftirlit með þeim og gæta þess að milljörðum sé ekki bætt á bök þeirra sem hafa það eitt til saka unnið að fæðast hér á landi. Þingið brást okkur fyrir hrun, mun það bregðast okkur á ný eftir hrun? 

Veitum þeim skjól.

Við erum hnípin og í vanda, sama hvert litið er þá eru ótal vandamál sem bíða úrlausnar, sum krefjast varanlegra úrlausna og fjármuni í samræmi við það, en öðrum má bjarga fyrir horn með skammtíma úrræðum.  Ég leyfi mér að kasta fram hugmynd föngum og öðrum misyndismönnum til hressingar. Nýtt fangelsi reist til bráðabirgða í nágrenni Reykjavíkur ( má rífa þegar fram í sækir og reisa annarsstaðar). gæti verið stálgrindahús á tveim hæðum þar sem 9 fm einbýlis klefar yrðu útbúnir fyrir dvalargesti. Útivistasvæði væri innan byggingarinnar og dvalartími í því gæti verið 3 tímar á dag. Föngunum til dægrastyttingar væri hægt að sýna hugljúfar svart/hvítar myndir frá árunum fyrir 1940 og lesefnið væri hinar ágætu bækur Biblían og Kóraninn.  Hægt væri að fylgjast með sjónvarpsmessum í beinni um helgar og endursýningu á þeim 2 sinnum á dag á virkum dögum. Stórir skjáir væru að sjálfsögðu fyrir utan klefana og hlyti hver að duga 4-5 íbúum í það minnasta.Í þessu bráðabirgðahúsnæði mætti hýsa alla þá sem nú ganga um göturnar og bíða eftir að dómi sé framfylgt veran í trúarlegu umhverfi getur bara bætt.  Auk þess verðum við að líta til náinnar framtíðar, til bankamanna og þeirra sem komu þjóðfélaginu um koll þeir eiga kröfu á að komast inn um leið og dómar falla þó ekki væri nema öryggis þeirra vegna. Það sem helst vinnst með þessu er að menn komast strax inn eftir dóm og hægt er að þyngja refsirammann og þá mun glæpum fækka.

Óábyrgt að borga

Ekki hefur mér verið tamt að velta mér upp úr óþurftar verkum hinna útvöldu látið ofurpenna landsins um að hamra járnin.  En svo má dengja að allvel bíti og það gerðist þegar ég las viðtal í DV við Bjarna Ármannsson fjárfesti . Ein skærasta stjarna  græðgisvæðingarinnar upplýsir að það sé óábyrgt að borga 800 milljóna skuld við Glitnir. Skiljanlegt hann var einn þeirra sem sömdu eða staðfærðu leikreglurnar sem gerðu mönnum kleyft að soga til sín fjármagn úr bönkunum í formi kaupauka, kauppréttar og lána sem veitt voru ofurfjárfestum án ábyrgðar og skildu allt fjármálakerfi landsins eftir í rúst. Óábyrgt að borga,skyldu einstaklingar sem standa ekki undir skuldum í dag ekki vera betur settir ef þeir kæmust upp með sömu röksemdir?


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband