24.2.2010 | 12:36
Ekki sjálfrátt.
Hef velt vöngum yfir skorti á eftirliti með skilanefndum og efast um að þar hafi alltaf verið rétt gefið. Nú er komið í ljós að ýmsir skilanefndamenn hafi mikilla persónulegra hagsmuna að gæta og því fyrir borð borin sú von að þjóðarheill ráði störfum sumra þeirra. Er ekki komið að ráðamönnum að að gæta hagsmuna heildarinnar og slökkva þá elda sem leika um langbrennda alþýðu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.