Vikur hinna beittu hnífa.

Þjóðaratkvæðagreiðslu er lokið og niðurlæging ríkisstjórnarinnar er algjör. Hvort hún geti setið áfram er ekki að vita, en hæpið er það. Þegar við svo lítum á stanslausar lána afskriftir óþurftarmanna og útrásarglópa og hlustum í leiðinni á blaðrið um aðstoð við heimilin í landinu þá er manni öllum lokið. Fólk sem skuldar par hundruð þúsunda er elt uppi af löggiltum rukkurum og hótað öllu illu, sumir hverjir eru því að gefast upp.  Heimilum og láglauna fólki verður að bjarga strax því fjölda flótti úr landi eða blóðugt ofbeldi er að bresta á. Haldi einhver að brennuvargarnir sem kveiktu þá elda sem nú brenna bjargi einhverju þá er það óskhyggja. Ekki veit ég hvað er til bjargar íslenskri þjóð .

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband