11.3.2010 | 16:43
Er sumum sjálfrátt?
Skæðustu hamfarir sem þjóðin hefur barist við, leika sem logi við akur og tvísýnt hvernig fer. Fjöldinn hefur tekið á sig kjaraskerðingu til að bjarga því er bjargað verður, þá rísa upp þeir er kverkatak hafa á þjóðfélaginu og krefjast kauphækkunar. Flugumferðastjórum og flugvirkjum gefst nú gullvægt tækifæri til að lama ferðaþjónustu landsins og í þágu græðginnar er gripið til vopna. Þegar ofurlaunastéttir fara fram á kauphækkun sem nemur hærri upphæð en eftirlaunamaður hjá ríkinu hefur eftir 19 ára starf er bandvitlaust gefið. Sumt fólk ræður ekki við valdið sem verkfallsrétturinn gefur og því verður að losa þann kaleik frá því.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.