29.9.2009 | 12:25
Húsnæðisleysi og fangar í bið.
Enn að veltast með mannréttindabrot á dæmdum afbrotamönnum. Þeir eiga heimtingu á að afplána dóma sína með hraði og losna við langa bið eftir plássi. Eigum við ekki fangageymslu á Keflavíkurvelli sem herinn skildi eftir ? Er ekki laust ónotað rými í fyrrum héraðsskólum um mest allt land? Eru ekki ónotaðar vinnubúðir til á ýmsum stöðum? Væri ekki vit að nýta þessa möguleika, flýta dómsfellingum og koma afbrotamönnum af götunni. Þá væri rými fyrir tæknivæddu ofurræningjana sem þjóðin bíður spennt eftir að sjá bak við lás og slá . Dómar fyrir efnahagsleg hryðjuverk hljóta að nema nokkrum tugum ára án vonar um náðun.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Jú það eru nóg pláss firir afbrotamenn, En það er ekkert í kollinum á ráðamönnum þjóðarinnar það er nógu gott að setja upp gámastofur firir skóla og lögreglu en morðingjar og stórþjófar og smá krimmar Þarf að geima á lúx hótelum, Nei það þarf alltaf að verðlauna þá sem svíkja stela og misþyrma, þetta er ráðamönnum okkar og engum öðrum að kenna.
Jón Sveinsson, 29.9.2009 kl. 14:01
Gámafangelsi væri fljótleg og frábær framkvæmd. Hættum að brjóta á afbrotamönnum og setjum þá í gámafangelsi. Þakka þér Jón Sveinsson.
Jónas S Ástráðsson, 8.10.2009 kl. 14:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.